Ég fékk mér Nokia 6120 3G um daginn, algör snilld þessi sími, en ég var að taka eftir því að maður getur sent frí SMS úr honum, fundið símanúmer án þess að hringja í 1818 eða 118 og sjálfsagt öllum öðrum 3G símum.

Ef þú vilt “browsa” vefsíður í 3G símanum, þá er mælt með að þú skrifir t.d. http://m.mbl.is, þar sem “m.” stendur fyrir Mobile, og er ætlast til þess að fólk browsi með þessum hætti, þar sem það er talsvert þæginlegra en að loada risastórum síðum í lítinn farsíma.

En mig langar aðeins að “fræða” ykkur hvernig þið getið sparað nokkrar krónur með 3G. Þetta er mjög einfalt allt, ég tengdi mig við netið, fer á m.siminn.is, leita af SMS takkanum sem er að finna ofarlega hægra meginn á síðunni. En ég fann hann ekki. Ástæðan er sú að síminn hefur fjarlægt SMS takann fyrir mobile útgáfuna. Svo ég prufaði að fara beint inná Www.Síminn.is og vitir menn, þarna er SMS takkinn. Ég oppna SMS síðuna, set hana í Bookmarks og eina sem ég þarf að gera núna er að setja Bookmarks shortcut á desktopið og þá er ég kominn inn á SMS síðu símans og sendi þar með ókeypis sms.

Þetta er vefsíðan - http://www.vit.is/spsms/?notmain=true

Nú, ég var að fá nýjan síma og vantaði öll númer hjá bókstaflega öllum, þar á meðal hjá skólanum mínum. Ég á ekki mikkla inneign svo ég fer að hugsa um leiðir til að fá númerið hjá skólanum.. afhverju nota ég ekki bara 3G þjónustuna og fer inná www.ja.is? Svo skrifa ég þar inn skólann minn og capísh! kominn með númerið og sparaði þarna mér 100kr við að hringja í símaskránna.

Vitiði um eitthverjar fleiri leiðir til að spara peninga með 3G tækninni? ;)