Ég fékk mér í júní sl. Sony Ericson w810i. Voða fínn og allt það, þangað til fyrir stuttu.
Hann hætti allt í einu að vilja hleðslutækið. Ég er búin að prófa annað hleðslutæki, og einnig búin að prófa mitt hleðslutæki á alveg eins síma, og þetta er greinilega síminn minn sem er eitthvað að klikka. Það virkar að hlaða hann í gegnum tölvuna, en ég veit ekki betur en að hann þurfi að vera á svona standby á meðan. Please correct me if I'm wrong. Heyrnartólin virka líka vel, þetta virðist bara vera með hleðslutæki.

Svo núna áðan slökkti hann á sér, liggjandi á borði alveg ósnertur. Batteríið fullt.

Ég ætla að skjótast með hann uppí Síma, þar sem ég keypti hann, en þarf ég að mæta með eitthvað ábyrgðarskírteini með mér, eða geta þeir séð þetta hjá sér? Ég er nefnilega búin að flytja síðan, og ég hef vægast sagt ekki glóru um hvar það gæti verið…