Ég á það til að geyma gemsann minn alveg við græjurnar þegar ég er að hlusta á geisladiska. Þegar maður fær svo sms eða það er hringt þá fer ruglast diskurinn alveg og hoppar stundum til og frá í tíma. Þetta hefur aldrei haft nein alvarleg áhrif fyrr en um daginn. Þá var ég með símann við græjurnar og þetta venjulega gerðist, diskurinn hoppaði fram og aftur í tíma. Svo þegar ég fór að hlusta á diskinn seinna varð ég nokkuð svekkt, því diskurinn virtist hafa skemmst alvarlega. Á köflum lét hann eins og hann væri rispaður þó ekkert sæi á honum. Þegar ég hins vegar spila diskinn í tölvunni þá spilast hann nokkuð eðlilega nema það koma óhljóð og truflanir á köflum. Hafið þið ekki reynslu af þessu? Vitið þið af hverjum þetta stafar?