Ég rakst á forvitnilega frétt á www.mbl.is núna áðan.
Farsímar verða drifnir af tréspíra í stað rafhlaðna

Tækni & vísindi | mbl.is | 16.1.2007 | 16:12
Farsímar verða drifnir af tréspíra í stað rafhlaðna

Farsímar framtíðarinnar munu að öllum líkindum vera drifnir áfram af tréspíra og hleðslubatteríin sem við notumst við í dag munu heyra sögunni til. Danskir vísindamenn eru að þróa nýja tegund af orkugjafa fyrir lítil rafmagnstæki á borð við farsíma og fartölvur og sjá jafnvel fyrir sér að hægt verði að drífa skellinöðrur og álíka farartæki með létta rafmótora með þessum orkugjafa.

Frank Efesen á Teknologiska Institutet sagði við dönsku fréttastofuna Ritzau að nú væri verið að vinna að því að ná framleiðslukostnaði niður og að þess væri ekki langt að bíða að hægt verði að markaðssetja hinn nýja aflgjafa.

Danska fyrirtækið Topsöe Fuel Cell er í startholunum og sjá menn jafnvel fyrir sér að hagstætt verði að reka slíkar rafstöðvar fyrir einstaka heimili og hús og keppa við hinn almenna raforkumarkað en slíkt mun að sögn taka sex til sjö ár.

Spurning hvernig áfyllingum verður háttað verði þetta að veruleika?
Kveðja,