Ég var að fá Sony Ericsson Z550i og er búinn að vera að reyna að fá Bluetooth gagnasendingar til að virka.

Ég er með laptop með bluetooth og allt gengur frábærlega þegar ég vil senda eitthvað frá tölvunni yfir í símann (geri Send To -> Bluetooth Device og vel símann minn). En þegar ég reyni að senda skrá frá símanum yfir á tölvuna með því að gera Send -> Via Bluetooth þá fæ ég bara skilaboð um að síminn finni engin Bluetooth Devices. Jafnvel þótt ég hafi ekki snert við símanum síðan ég sendi úr tölvunni yfir í símann.

Hefur einhver hugmynd um hvað ég get reynt?

Gæti ég jafnvel browsað skrár í símanum í gegnum tölvuna og tekið gögn yfir þannig? Ef svo er, hvernig færi ég að því?