Já ég og kærastan mín erum hjá Símanum og erum gsm vinir. Ég er ekkert rosalega ánægður með það, þegar ég var hjá ogvodafone þá fannst mér eins og ég ætti alltaf inneign, mig grunar rosalega að það sé dýrara að hringja úr gemsa í annan gemsa hjá símanum heldur en Ogvodafone.

Við erum gsm vinir, við þurfum að leggja inn á okkur 1500kall rafrænt (gegnum hraðbanka) á mánuði annars fer vina afslátturinn okkar. Svo megum við ekki vera með minna en 10kr í inneign því þá þurfum við að borga fyrir sms-ið og ef við hringjum.

Er þetta svona hjá Ogvodafone líka?