Sæl öllsömul.

Ég heyrði í fréttum á stöð tvö fyrir um 1-2 vikum, þar sem var verið að tala um einhvað nýtt þráðlaust kerfi ætlað til gagnafluttninga á höfuðborgarsvæðinu. Sýndar voru myndir af sendum sem var búið að setja upp og tekið var viðtal við einhvern mann sem talaði um að þetta yrði sniðug lausn fyrir gagnaflutninga með t.d. ferðatölvu. Ég náði hinsvegar ekki hvaða kompaní stóð á bakvið þetta, né á hvaða tækni þetta átti að byggja. Veit einhver meira um þetta mál???

Einar.