Ég á nokia 7110 síma sem er eitthvað bilaður. Málið er að um síðustu helgi fór allt í einu að standa “headset” fyrir neðan logoið (þar sem silent mundi standa ef ma'r setti á silent). Það heyrist ekkert lengur í símanum, s.s. ég get ekki talað í hann, bara sent sms. Og núna kemur alltaf einhver hundleiðinleg hringing og hann titrar alltaf, og ef ég ætla að breyta þessu, t.d. bara stilla á General þá kemur “profile selection not allowed”! Og um daginn stóð líka “car” þar sem headset er núna…
Hvað er málið? er þetta einhver vírus eða eitthvað álíka?
Og ef ég fer í Menu > Profile > Headset > Personalise þá eru 2 nýjir fídusar sem eru ekki fyrir hin profile'in (general, silent, loud etc.) og þar eru ‘Automatic answer’ (on/off) og ‘Lights’…

Vitið þið hvað er í gangi? Btw, það hefur enginn komist í símann minn sem hefði getað fokkað í honum…