Eins og alltaf er fólk að kaupa síma og ég held að núna séu margir 5110 eigendur að spá í nýjann síma. En hvaða tegund á maður að velja? Á maður að halda tryggð við Nokia af því að maður þekkir ekki annað eða á maður að fara fá sér síma af annari tegund eins og t.d. Motorola eða Sony sem ég persónulega hef ekki haft mikla trú á hingað til.
Ég ætla að halda mig við Nokia, þó að ég hafi heyrt að nýjast síminn frá Sony sé með þokkalega batterís endingu (2 vikur?!). En það er samt ekki nóg, hafiði talið allar tegundirnar sem Nokia er með? Maður ætti kannski bara að fá sér snúrusíma ;D. Ég held samt að maður ætti að halda sig í því sem allir hafa (verandi 5110 eigandi) og fá mér bara 3310. Eða 6310 :D (sjá mynd)