SonyEricsson P800 snjallsíminn getur spilað MP3, hreyfimyndir og tekið myndir. P800 sameinar kosti lófatölvu og farsíma. Hann hefur snertiskjá og er hægt að skrifa texta inn í hann á þrjá mismunandi vegu, með handskrift sem skilur íslensku, lyklaborði og 12 stafa takkaborði eins og á venjulegum farsíma. Hann hefur rauf fyrir Sony Memory Stick DUO minniskort sem eru smækkuð útgáfa Memory stick minniskortanna frá Sony. Eins og góðri lófatölvu sæmir fylgir P800 sérstakur borðstandur með tengi fyrir hleðslutæki og tölvu. Þá er hægt að samkeyra dagbók, símaskrá, tasks og tölvupóst úr Outlook og Lotus Notes upplýsingakerfum inn í P800 símann. Hann getur sent og móttekið MMS skilaboð, tölvupóst og SMS, hann hefur 4096 lita skjá og getur ekki aðeins skoðað WAP síður því hann getur einnig opnað flestar vefsíður af venjulegri gerð með Opera Internet vafra. Auk þess er hægt að setja upp í honum forrit til að auka notagildi hans enn frekar.

GSM kerfi: Tri-Band – 900/1800/1900 GSM
Þyngd: 158 gr með flipa, 148 gr. án flipa
Rafhlaða: Biðtími 390 klst og 12 klst í tali
GPRS: 4+1 mesti hraði er um það bil 40 kb/sek til og 10 kb/sek frá
Annað: 4096 lita snertiskjár

Hægt er að senda myndir með MMS, Email, Bluetooth og Infrared í aðra síma eða í tölvu
MMS (Multimedia Messaging Service)
EMS (Enhanced Messaging Service)
Innbyggt tölvupóst forrit, (POP3 & IMAP4) sem getur tekið á móti viðhengjum
Getur meðal annars skoðað Word, Excel og Acrobat skjöl
Memory Stick DUO, 16 MB fylgir með
Getur geymt yfir 500 númer í símaskránni
Dagbók með áminningum
Dagbók, símaskrá, tasks og email má samkeyra við Outlook eða Lotus Notes
MP3 spilari
Video spilari
Diktafónn
WAP/HTML vafri, getur farið inn á venjulegar heimasíður
Titrari
Vekjaraklukka með Snooze
Leikir, MIB II, Stunt Run, Skák sem spila má með SMS og Kapall
Flight mode, gerir kleift að nota lófatölvu hluta símans í flugi
Fjölradda hringitónar (Polyphonic ringtones)
Hringitónar úr hljóðskrám, P800 getur hringt eins og gömlu svörtu Ericsson skífusímarnir, því hann getur sent venjulega VAW skrá sem hringitón
Númerabirting með mynd (þú getur látið ákveðna mynd birtast á skjánum þegar aðili í símaskránni hringir)
——————————-
45 þúsund. : palmir@internet.is