Hæ!

Það brennur á mér spurning um SE T100. Ég fékk mér svona síma fyrir nokkrum vikum. Þetta er nettur og frekar flottur budget sími. Hann er með íslensku stöfunum sem ég legg mikið upp úr að hafa. Gallinn er bara sá að ef ég nota íslensku stafina í símaskrá eða til að senda SMS þá má strengurinn ekki vera nema visst langur. Þannig getur nafn í símaskránni einungis verið 7 stafir ef ég nota íslenskan staf í nafninu. Svipað virðist vera með SMS-ið, ég fæ einungis 70 stafi til ráðstöfunar ef ég nota íslenska bókstafi.

Kannast einhver við þessi leiðindi og er hægt að ráða bót á þessu?

Kveðja,
Sverri