Sextugur maður í Bangladesh hefur nú loksins fengið símann sinn tengdan - tuttugu og sjö árum eftir að hann fyrst bað um það.

“Þetta skiptir nú ekkert voðalega miklu máli úr því að ég gat ekki fengið símann þegar ég helst þarfnaðist hans,” segir Mohammed Ismail, bankastarfsmaður í Dhaka sem kominn er á eftirlaun.

Þó að það taki gjarnan upp undir ár að fá símann sinn tengdan í Bangladesh þurfti Ismail að bíða óvenju lengi, svo ekki sé fastar að orði kveðið.