Ég hef í rauninni ekki hugsað mikið út í þetta áður en svo fór ég að spá í hvað það er í rauninni dýrt að senda eitt sms. Maður (eða allavega ég) kaupir sér kannski 500 kall inneign um miðjan daginn og er búinn að klára hana um kvöldið, bara af því að senda sms. Ef maður er kannski að tala við vin sinn eða einhvern og segir kannski bara “já” í einu smsi, þá er það 5 kall á staf (ef sms kostar 10 kr). Ok 5 krónur er ekki mikill peningur en það safnast upp virkilega fljótlega. Ég er núna búin að vera erlendis í 3 og hálfan mánuð og gemsinn minn virkar ekki hérna. Ég mundi giska á að ég væri búin að spara svona 10 þúsund krónur á þessum tíma. Ég hringi yfirleitt ekki mikið þannnig að það eru eiginlega bara smsin.

Það er sennilega bara 1 ráð við þessu, ekki senda sms…