Já ég ættla aðeins að segja álit mitt á handfrjálsum búnaði :)

Hann faðir minn á motorola síma og eftir að það var bannað að keyra með eina hönd á stýri ákvað hann pabbi að kaupa handfrjálsan búnað.

Svo er svo mikið vesen með þennan búnað þegar hann er að keyra og þá hringir síminn og þá þarf hann að beygja sig eftir frjálsa búnaðinum (ef maður ætlar að vera löghlýðinn) og skella þessu í símann.

Jæja en svo þegar þetta er komið í símann þá er þetta dót sem maður setur í eyrað alltaf að detta úr eyranu og niður á gólf og hann þarf að teygja sig niður á eftir því og þá getur hann bara keyrt út af eða á næsta bíl.

þannig að þetta getur haft slys í för með sér:(

Hvaða álit hafið þið á þessu máli kæru hugarar?