Okey, ég ætla bara að segja eina sögu, hún er ekkert löng en mér liður mjög vel eftir þetta….

Þetta var á Quarashi-tónleikunum sem voru haldnir í Laugardalshöllinni. Það var geðveikt gaman af tónleikunum, og ég var búinn með nokkra bjóra. Ég var bara á dansgólfinu og ég fann þennan forláta síma, nokia 8210 minni mig að hann hafi verið. Ég auðvitað pínu þjófóttur í glasi, sting honum í vasann og geymi hann þar.
Svo þegar ballið er búið, sýni ég með betri vini mínum og monta mig aðeins yfir þessum rándýra síma, en hann sagði mér að þú gætir fengið kæru ef þú notar síma sem aðrir eiga því í flestum tilfellum, oftar ef svona dýrir símar eru tilfellið, að þeir séu raktir. En það kom einmitt fyrir vin hans sem var með stolin síma að hann fékk hringingu frá lögguni. Svo ég svona fór að hugsa um að reyna að skila símanum svo ég fór í seinasta hringda símanúmerið og var það einmitt strákur sem ég þekkti og sá á dansgólfinu. Voru þeir búnir að vera að leita að símanum á dansgólfinu og voru búinir að gefast upp og á leiðinni heim. En ég, hinn góði strákur, beið í rigningunni eftir að þeir komu og náðu í símann, hann þakkaði mér auðvitað fyrir og allt það, og svo fóru þeir heim.
Það fyndnasta við þessa sögu að ég er frá utan af landi og það er einmitt strákurinn sem týndi símanum, og hann var líka bekkjarbróðir minn, sem gerir þetta bara ennþá asnalegra því það voru um 5000 manns á tónleikunum.
Okey, ég veit að þetta er alveg gríðarlegt mont hvað ég er bestur og allt það, en ég hugsaði bara eins og er sagt í bibliunni “Allt sem þú vilt að aðrir gjöri yður, það skalt þú og þeim gjöra” eða einhvern veginn þannig