Ég lenti í því í gærkvöldi að síminn minn datt úr vasanum á peysunni minni þar sem hún lá bak við einhverja styttu uppi í MH.

Ég fatta ekki að símann minn vantar fyrr en ég er komin heim. Þá hringi ég í hann, en hann var mjög batterílítill þannig að það slökknar á honum í miðri hringingu.

Ég býst bara fastlega við því að hann sé glataður og fer bara í fýlu.

Svo þegar ég kem í skólann í morgunn, þá liggur hann bara hjá styttunni. Það hefur sem sagt einhver tekið hann og lagt hann upp á styttuna og enginn hafði gripið hann og stolið honum. Þetta er ótrúlegt!

En ef ég hefði gleymt honum niðri í matsalnum, þá hefði hann horfið á svipstundu.

En allaveganna, vil bara þakka þeim sem setti hann á styttuna og líka þeim sem sáu hann en tóku hann ekki!!!!

Takk!