Ég ákvað nú bara að skrifa smá reynslusögu um minn elskulega síma, fyrst að það hefur verið svona lítið að gera á þessu áhugamáli.

En allavega ég fékk minn fyrsta gsm síma fyrir tæpu ári síðan. Ég er mjög sniðug í að gleyma hlutum hér og þar þannig að ég reyndi að passa mjög vel upp á hann. En samt kom það stöku sinnum fyrir að ég lagði hann frá mér á borðið í frímínútunum eða eitthvað, svo fattaði ég það ekki fyrr en eftir svoldið langan tíma en alltaf var heppnin með mér. En núna í vor þá fann ég símann minn bara allt í einu ekki! (ég er mjög mikið í að leggja hluti frá mér, og vera að hugsa eitthvað annað, og svo allt í einu…úps hvað gerði ég við það sem ég var með) En sem sagt ég leitaði og leitaði að veslings símanum og ég fann hann bara ekki!
En þegar hann var búin að vera týndur svona í viku þá allt í einu hringir vinkona mín í mig og segist hafa verið að leyta að klinki í úlpuvasanum sínum sem hún hafði verið í fyrir helgina, ég týndi símanum stuttu fyrir helgi og nú var semsagt helgin liðin. Það var frekar heitt þessa daga og þess vegna hafði hún ekki verið í úlpunni síðan fyrir helgi. Já, hún hringdi og sagði mér að hún hefði fundið símann minn í þessari úlpu, þegar hún var að gá að klinki. Þá hefur sem sagt einhver sjúkur krakki í bekknum ákveðið að fela símann minn í úlpuvasa vinkonu minnar.
Ég var búin að hengja upp auglýsingu í skólanum og láta loka fyrir símann og ýmislegt fleira. Þetta er mjög góð vinkona mín og algjörlega saklaust grey. Þannig að ég trúi ekki að þetta gæti verið hún. Ég var mjög fúl út í þá manneskju sem hafði falið símann minn, sérstaklega vegna þess að vinkona mín tók þetta svo nærri sér. Það ætlaði líka einhver að reyna að sundra vináttu okkar eða eitthvað slíkt.
En fyrst ég var að deila þessu með ykkur, hafið þið lent í einhverju svona?