Það hafa margir, ef ekki flestir lent í því að símanum þeirra hefur verið stolið… Ég var að lenda í þessu nú í annað sinn og ég er búinn að læra að það þýðir ekkert að fara til lögreglunnar og láta þá reyna að rekja símann því að þótt að þeim takist að rekja hann, (ég hef aldrei heyrt um ánægðan viðskiptavin lögreglunar í þessum málum) þá er það búið að taka c.a. tvö til þrjú ár og síminn ykkar er löngu orðinn úreldur. Maður fær símann í hendurnar og hugsar sennilega með sér: “heh, þessi gamli gráni bara kominn í leitirnar!? Mamma sjáðu! þessi GSM notast enn við SMS og GPRS!! :)”

Í þessi þrjú ár hefur stolni síminn gengið kaupum og sölum og þjófurinn hefur haft gott gagn af honum allann tíman. Tilhugsunin um það gerir mig brjálaðann! (Reyndar ekki eins brjálaðann og venjulega, því að þessi 8310 á sex viðgerðir að baki og var á leið í þá sjöundu).

Það sem ég ætla mér að gera og legg til að aðrir geri líka er að láta símafyrirtækið ykkar eyðileggja stolnu símanna og þannig hindra að þjófarnig hafi nokkurt gagn af símunum! Fyrr eða síðar hlóta þeir að læra að það er betra að þyggja fundarlaun heldur en að sitja uppi með ónýtann síma, ekki satt?

Til þess að geta látið eyðileggja símann verðið þið að hafa serial númer símanns ykkar (raðnúmer), og svo auðvitað fullvissa ykkur um að símanum hafi verið stolið, svo þið finnið þá ekki ónýta inn í koddaverinu ykkar eftir að hafa látið eyðileggja þá.

Sýnum símaþjófunum hvar Davíð keypti ölið í eitt skiptið fyrir öll!!!