Ég fór á Þjóðhátíð í Eyjum síðustu Verzlunarmannahelgi. Þetta var önnur þjóðhátíðin mín og ég hef kynnst öfgunum í Eyjaveðrinu, Veðrið í fyrra var það besta í manna minnum og í ár það versta!

Flestir sem fóru á þjóðhátíðina í ár voru með GSM símann sinn líka. Það vita allir að GSM símar eru viðkvæmir fyrir raka, en ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvernig sími verður rakaskemmdur. Flestir telja að síminn þurfi að fara á kaf í vatn (Til dæmis ofan í baðkarið eða klósettið :s) til þess að verða rakaskemmdur. Það þarf minna til. Það er nóg að fara út að labba með símann í flotta regnjakkanum. Svitinn sem festist undir jakkanum getur verið nóg til að eyðileggja síma.

Rakadrægasti hluti GSM símans eru botntengin neðan á símanum. Þau snúa auk þess oftast niður þegar síminn er settur í vasa. Smá pollur neðst í vasanum getur sogast inn í botntengin og valdið skaða síðar. Sama á við um raka sem kemst inn um önnur op eins og til dæmis opið fyrir míkrófóninn, hátalarann og buzzerinn (sem gerir hringinguna)
Aðalvandinn við rakaskemmdir er að þær koma ekki fram fyrr en löngu eftir að skaðinn er skeður og þá er ekkert hægt að gera í málinu. Auk þess sem fólk er fljótt að gleyma því að hafa farið í blautann göngutúr eða að hafa SMSað í baði fyrir nokkrum vikum.

Símar eru semsagt, eins og önnur raftæki viðkvæm fyrir raka. En hvað er til ráða? Þú getur keypt síma sem er sérstaklega rakavarinn eins og til dæmis Nokia 5210 (en þú getur samt eyðilagt hann vegna rakaskemmda) eða keypt sérstakt hylki sem ver símann fyrir raka. Þau geta borgað sig upp á blautri þjóðhátíð eða þegar SMSað er í baði.

Símanum mínum var snyrtilega pakkað inn í plastpoka á meðan ég fór á þjóðhátíðina. Ég er samt ekki 100% viss um að síminn minn hafi lifað af!

Fórst þú með símann þinn á útihátíð (þær voru víst flestar blautar í ár) og lifði hann af eða er hann farinn á verkstæði?