Nokia 8310.... ég er ótrúlega brjálaður núna.. var í skólanum áðan, og setti 4 mánaða gamla Nokia 8310 símann minn á silent til að trufla ekki kennsluna.. fæ símtal í miðjum tíma, en get ekki svarað því (augljóslega) og bíð því þar til lagt er á… þá kemur Missed Call tilkynning á símann og skoða ég hver hringdi.. legg svo símann á borðið og held áfram að hlusta á kennarann.. en viti menn, allt í einu tek ég eftir því að slökknað hefur á símanum og þykir mér það skrýtið þar sem batteríið var með 3 punkta eftir (af fjórum)… nú hef ég eytt svona klukkutíma í að reyna að koma honum í gang eftir þessum eðlilegu leiðum, þ.e. taka batteríið úr, setja nýtt í sem virkar í öðrum síma.. prófa mitt í öðrum og viti menn það virkar þar..
nú virðist sem síminn sé bara ónýtur, þ.e. kviknar ekki á honum og því þarf ég að fara með hann í viðgerð í þriðja sinn síðan ég keypti hann í janúar 2002. Þetta þýðir að síminn hefur verið 20% af tímanum síðan ég keypti hann Í VIÐGERÐ… er þetta hægt???

nú segja örugglega margir “æi.. það eru fleiri verr staddir en þú” en eru það einhver rök?? mér finnst það ekki.. ímyndið ykkur ef þetta kæmi upp hjá Toyota, eða hjá Mjólkursamsölunni… ég efast um að Jóna húsmóðir yrði sátt við að kaupa súra mjólk í fimmta hvert skipti!

ég var ekki fyrr búinn að kaupa símann en þá þurfti hann að fara í mánaðarviðgerð hjá hátækni vegna “verksmiðjugalla”…

eitthvað er að þegar maður kaupir síma sem á að vera “flaggskip” Nokia og Hátækni segir bara “þú verður að ræða við fyrirtækið sem þú keyptir símann hjá”… þá vakna 2 spurningar..

1. hver á að bæta mér símann?? Hátækni eða Íslandssími? Venjan væri að íslandssími bættu mér hann, en í þessu tilfelli virðist hvorugur aðilinn vilja gera það!

2. á að reyna að gera við þennan síma enn og aftur eða á ekki bara að endurgreiða hann?

skemmtilegar pælingar..

late