Hér er enn eitt gimmikkið fyrir farsímann þinn. Það kallast GnuBoy og er port af GameBoy Color hermi (emulator) fyrir Symbian stýrikerfið. Eftir að hafa sett þessa elsku upp á Nokia 5230 farsímann minn get ég núna spilað GameBoy og GameBoy Color tölvuleiki sem ég kræki mér í af netinu.

Vondu fréttirnar:

-Ekki allir farsímar hafa multitouch snertiskjái (taka bara við einni snertingu í einu). Þetta gæti orðið til trafala í mörgum tölvuleikjum eins og t.d. Super Mario þar sem ekki er hægt að bæði hlaupa og hoppa samtímis. Það er þó hægt að redda sér fyrir horn með því að stýra með snertiskjánum og stilla t.d. myndavélahnappinn á símanum til þess að hoppa og “skella á” hnappinn til þess að skjóta.

-Þetta þarf alveg mátulega öflugan síma sem stendur. Nokia 5230 farsíminn hefur 434MHz örgjörva og hann er ekki að ráða við neina hasarleiki. Stundum frýs skjárinn í smá stund og annað vesen vegna þessa. Það er hægt að laga þetta með því að setja “Frame Skip” í settings í hæsta mögulega valkostinn - en þá virðist eins og leikurinn hökti lítið eitt.

-Sony Ericsson og Samsung farsímar eru ekki studdir enn sem komið er (gæti samt virkað, en það er á ykkar eigin ábyrgð)

-Ekkert hljóð.

-Ekki hægt að nota innbygðu save skipanirnar í leikjunum sjálfum (t.d. ef það eru sérstakir save staðir í leikjunum sjálfum, þá er ekki hægt að byrja aftur þar sem frá var horfið). Hins vegar er hægt að vista með Save State hvar og hvenær sem er á allt að tíu stöðum í leiknum í einu, svo þetta er ekkert stórmál.

-Forritið er enn í vinnslu og á tiltölulega miklu byrjunarstigi í þróun (ekki komið upp í útgáfu 1.0 ennþá).

Góðu fréttirnar:
Þó þetta sé langt langt langt frá því að vera fullkomið eða jafnvel nothæft í flesta GameBoy leikina, þá er þetta alveg passlegt fyrir afslappaðri tölvuleiki með “Turn-Based” spilunarkerfi eins og til dæmis Pokémon og Final Fantasy.

Það sem þarf að gera:

1) Ef þú ert með Nokia, farðu þá á eftirfarandi slóð og sætku Qt 4.6.3 binary skrárnar og settu þær upp á símanum.
-EKKI setja upp Qt ef þú ert ekki með Nokia síma!! (veit ekkert hvort það sé hægt, eða hvað gerist ef svo er).

2) Sæktu GnuBoy SIS skránna hingað: http://www.summeli.fi/wp-content/plugins/download-monitor/download.php?id=12
EKKI setja hana upp strax!

3) GnuBoy þarf SWEvent möguleikann til þess að hægt sé að nota raunhnappana (sem eru á símanum sjálfum, eins og myndavélahnappurinn, hljóðstyrrkstakkarnir o.fl.) til þess að stýra tölvuleikjunum. Til þess að þetta sé mögulegt þarftu að fara á eftirfarandi slóð: https://www.symbiansigned.com/app/page/public/openSignedOnline.do
Þarna geturðru “Signað” SIS skránna fyrir símann þinn með því að senda síðunni gnuboy.sis skránna ásamt IMEI númeri símans þíns (sláðu inn *#06# á símann þinn til þess að sjá IMEI númerið). Þeir þurfa líka tölvupóstfang sem þeir geta náð í þig á (þegar þú sendir þeim sis skránna þá vinna þeir hana og þú færð línk á Signaða eintakið í tölvupósti).

Signaða eintakið af forritinu virkar AÐEINS OG EINGÖNGU á þínum síma og eingum öðrum.

4) Skoðaðu tölvupóstinn þinn, þar ætti að vera línkur á Signuðu útgáfuna af sis skránni, sæktu hana og settu upp á símann þinn og Voilah!

Eina sem vantar núna eru ROM skrár (leikirnir sjálfir). Svona til að hafa þetta allt löglegt og fínt þá ætla ég ekki að vísa á neinar ROM skrár, en ég get samt sagt að þær eru tiltölulega auðfundnar víðs vegar á netinu og hafa endinguna .gb (fyrir svarthvíta GameBoy leiki) eða .gbc (fyrir GameBoy Color leiki)

-Góða skemmtun! :)