Ég lenti í því veseni að týna farsímanum mínum um helgina. Reyndar var ég að komast að því í dag að orðið Stolið á mun betur við, því síminn minn mun vera í notkun. Ég verð að segja að ég er samt ansi svartsýnn á að fá símann minn aftur, því þótt þetta séu töluverðir fjármunir fyrir mig, þá fynnst lögreglunni þetta ekki tiltökumál.

Ég er hinsvegar að pæla í því hvort einhverjir ákveðnir skemmtistaðir séu verri með þetta en aðrir. Síminn minn glataðist til dæmis á Cafe Victor og ég hef heyrt að það sé algengt að slíkt gerist þar.

Einnig hef ég heyrt að töluvert sé um farsímaþjófnaði á Glaumbar, Café Amsterdam, og var töluvert á Gauknum, en mun hafa minnkað töluvert.

Hvað fynnst þér? Ég ætla mér allavega að finna einhvern gamlann garm og fara með á djammið næst!