Daginn

Hef tekið eftir umræðu hér endum og sinnum um GSM símtækja gerðir og getu.

Nú er það svo að í gegnum tíðina þá var það svo að sjónvarpið, það var svart hvítt í upphafi og ekki nokkurri sálu dettur í hug að vilja svoleiðis sjónvarp í dag. Tölvuskjáirnir komu líka svartir með hvítum texta fyrst, svo fóru þeir að koma með mismunandi litum textum og enn síðar var farið í að breyta bakgrunns litunum og allt endaði þetta svo í litaskjánum.

Telur einhver heilvita sála að við mannskepnan muni ekki vilja hafa skjáinn á símanum í lit, helst ekki seinna en strax?

Svart/hvít eða lit
- hvað vilt þú ef þú getur valið?

Svo er það þetta með hvaða sími er bestur og hvað hver vill. Að sjálfsögðu finns hverjum og einum hans/hennar sími vera sá besti, ella væri viðkomandi komin með nýjan eða væri á leiðinn að fá sér nýjan sem svo væri sá besti.
En hvað er best? Hvernig á að mæla hvað er best? Það eru um 283.000 sálir hér á klakanum og því er líklegt að það séu svona um það bil jafn margar skoðanir á því hvað er best. Það stenst þó ekki alveg því hér á landi er um það bið 65% þeirra sem hafa farsíma, þeir eru með Nokia síma.
En hvers vegna Nokia síma. Vissulega var það svo að Nokia fór um víðan völl við að “tengja fólk” og setti mikinn pening í þetta. Það sem svo Nokia gerði og var hrein snilld var að gera notendaviðmót sem fólk átti auðvelt með að skilja og nota og því finns svo mörgum gott að vera með Nokia síma í dag.
Það sem svo er í dag dapurlegt við þetta ástand er að Nokia lifir enn í dag á fornri frægð (þó svo hún sé nú ekki eldri en 2-3ja ára) því noendaviðmótin hafa alls ekkert þróast á þessum tíma hjá þeim, skjáirnir eru með nánast sömu lélegu upplausninni og þeir voru 1998 og engu öðru en WAP hefur verið bætt í símana, nema 8310, þar loksins sást GPRS og einnig FM útvarp.
Í stuttu máli þá er það staðreind að Nokai hefur nánas orðið eftir í tækniþróuninni á farsímamarkaði. Þeir boða eitt og anna af tækninýjungum á mismunaid tímum en þeir eru nánast alltaf á eftir öðrum.

Fyrir þá sem vilja skoða það að færa sig yfir í framtíðin þá er það svo að síðasta árið hafa það veri Semens og sérstaklega Ericsson sem hafa komið fram með nýjungar og sérstaklega í símtækjum frá Ericsson þá erum við viðskiptavinir þessara risa fyrirtækja að fá tæknilega fullkomnar græjur á mjög hagstæður verði og nýjungar eru á hverju strái hjá þeim, það er staðreind.


kv. plato