Blinda á síma frá öðrum en Nokia Ég hef orðið mikið var við þá staðreynd að venjulegt fólk er hætt að sjá farsíma af öðrum gerðum en Nokia.

Ég hef verið með Ericsson T68 símann, sem mér fynnst mest spennandi GSM siminn á markaðnum í dag. Miðað við verð er mikið meira í honum heldur en í aðal Nokia keppinautnum 8310, en T68 er um það bil 10 þúsund krónum dýrari og með í pakkanum fylgir stór skjár, Bluetooth, möguleiki á að höndla tölvupóst í símanum, stýripinni, möguleiki á að geyma 8 hringitóna og hægt er að hafa bakgrunnsmynd á skjánum í 256 litum (myndin þekur allann skjáinn, líkt og í venjulegri tölvu)og margt margt fleira.

Ég tek fram að þetta er verulega fallegur sími. Samt kippist fólk meira við að sjá “Nýjasta Nokia símann” heldur en þegar það sér T68. Ég skil þetta ekki! Eru Íslendingar orðnir algerlega blindir á aðra síma en Nokia?