T68 - Sá allra flottasti! Jæja, nú er toppnum náð!

Ég er að prófa nýja Ericsson T68 símann og hann rokkar.

Mér finnst lookið á honum verulega flott, ég hef prófað 8310 og finnst þessi flottari í útliti en það er ekki allt…

Hann er með litaskjá sem er ótrúlega skýr með góða upplausn. Það er hægt að ná í skjámyndir í lit (.gif) sem fylla alveg bakgrunninn á skjánum. Þetta tekur Nokia alveg í …..

Svo er hann með lítið joy-stick, svona lítinn pinna svipaðann og er á sumum fartölvum. Það er mjög gott að stjórna símanum svona, þú bæði færir og klikkar með sama takkanum svo þú þarft ekkert að færa þumalinn á milli takka.

Hann er líka ótrúlega smár og léttur. 100*48*20 mm og 84 grömm. 700mAh rafhlaða sem endist vel.

Hann er með GPRS, WAP 1.2.1, Bluetooth, Infrared, E-mail client, EMS, dagbók og svo framvegis. Hann er um það bil með öllu nema útvarpi eða MP3.

Hann er kominn í sölu og kostar 60 þúsund.

Ég held að enginn sem ekki er verulega fastur í Nokia trúarbrögðum myndi taka 8310 fram yfir þennan. Svipað verð en þessi er svo margfalt betri.