Álit mitt á Nokia N90 Já eg ætla að skrifa smá grein um ákveðinn síma sem heitir N90 og er frá Nokia. Svona til að byrja með finnst mér þetta óttarlega ljótur sími, hann er alger hlunkur og illa valin efni. Vissulega er þessi sími búinn allri nýustu tækni þó að það vanti ýmislegt uppá. T.d. er myndavélin ekki “nema” 2mp en það er ekkert betra en í símanum sem ég keypti fyrir ári síðan, SonyEricsson k750i, þó að linsan sé reyndar nokkuð góð í honum(N90) , eins og flestum öðrum nokia símum. Linsurnar eru framleiddar af Carl Zeiss. Myndavélin í N90 er með 20x digital zoom sem er allger ónauðsyn því að þá verða myndirnar bara hreifðar og upplausnin varla nein.
Önnur myndavélin sem notuð er í svokölluð “video call” tekur upp video í 352x288 pixla upplausn og á MPEG-4 format, en þá geturu talað og séð persónuna á hinum endanum. Hægt er að snúa myndavélinni og skjánum í allar áttir en skjárinn er bara nokkuð stór , 2.1”og með góða upplausn eða 352 x 416 pixla. Þar sem þetta er “samlokusími” er líka skjár framan á en hann er 128 x 128 pixlar.
Rafhlaðan endist í 12 daga ef hann er ekki notaður en 3 tíma á tali.
Netið í N90 er eins og gengur og gerist í 3G símum og er gægt að skoða flestar síður eins og í tölvunni ( burt sé frá skjástærð ). Ég myndi gefa honum einkunnina 7.3.
Ljótt útlit en góð tækni.