Fyrir 2 vikum týndi ég Nokia 8210 síma. Ég er reyndar nokkuð viss um að símanum hafi verið stolið því ég passa yfirleitt mög vel uppásvona hluti. Allaveganna að þá fór ég til Símans og bað þá að loka IMEI númerinu mínu. Ekkert gerist og mér er sagt að löggan sé svo lengi að ganga í málið.

Núna rétt áðan gerast undur og stórmerki en þá hringir í mig einhver strákur í Símanum Kringlunni og þá var hann með símann minn í höndunum. Þá hafði einhver komið með símann og ekki skilið afhverju hann virkaði ekki. Símagaurinn athugaði málið og þá sá hann að síminn var stolinn og tók hann af viðkomandi. Ég fór áðan og er kominn með símann í hendurnar. Þá var þessi strákur búinn að láta opna fyrir IMEI númerið og allt.

Þar sem við erum svo vön hérna að tala illa um símfyrirtækin að þá fannst mér í lagi að láta þetta koma fram. Það vinna einhverjir vinnuna sína. Man ekki hvað strákurinn heitir en hann var hress og vinnur í Símanum Kringlunni.