komiði sæl,

Ég hef verið að leita mér að síma í smá tíma.. og ég er ekki búinn að finna neitt sem uppfyllir mínar kröfur..

nokia 7110 er sími af mínu skapi. þar er hægt að flokka símanúmer í símaskránni eftir grúppum og skoða símaskránna eftir því án þess að vera að flækja hinum númerinum inná skjáinn. svo fyndist mér ennþá þægilegra ef ég gæti sett einstakling með nokkur númer í eina færslu og sett alskonar flokka á þennan mann, t.d. að hann er kanski einn af þeim sem ég þekki sem eru hommar og líka sett hann í flokk þannig að hann séi einn af þeim sem geta alltaf reddað manni fari útá land hvenar sem er… ég vona að þetta skyljist. Mér datt í hug að það gætu líka verið til símar sem væru með hugbúnaði sem væri möguleiki að uppfæra þannig að þessi mengjafræði sem mér fynst þægileg séi til staðar…

svo er ég líka að reyna að fynna síma sem getur haldið nokkuð fleiri en 200 númerum..

ef einhver veit eitthvað hvar ég get fengið svona gemsa eða á þannig sjálfur endiulega skrifaðu á mig og segðu mér

ef einhver hefur skoðun á því hvaða síma ég ætti að skoða betur endilega svarið póstinum..

núna er ég með motorola V.100 þar er mjög þægilegt að vinna með SMS en samt.. adressubókin er hræðileg…

p.s. Plís ekki bögga stafsetninguna að því að ég er með dyslexiju.

Hicksites