Það vekur upp furðu hjá mér að þessi tækni skuli vera til…jú, þetta er ágætis uppfærsla frá venjulegum GSM síma þar sem þú ferð frá max 14.400 bit per sekúntu upp í max 114.000 bits per sekúntu.

Það sem ég velti fyrir mér er líklega það sama og ég velti fyrir mér þegar eitthvað bölvanlegt sem heitir ISDN kom á markað, til hvers að bjóða upp á millitækni?

Handan við næsta horn er tækni sem kallast UMTS, af mörgum kölluð 3G (hluti af þriðju kynslóðar tækni þráðlausra síma). þessi tækni býður upp á flutningsgetu allt að 2.000.000 bits per sekúntu…þannig að hver heilvita maður og kona sér að eitthvað sem heitir GPRS deyr í samanburði við þessa tækni.

Hvers vegna fjárfesta símafyrirtækin ekki frekar í UMTS þeim peningum sem annars fóru í GPRS til að gera UMTS tæknina betri, hagkvæmari og umfram allt fljótlegri kost. Fljótlegri á þann hátt að undirbúningsvinna yrði unnin fyrr og kemur þar af leiðandi fyrr á markað og fjótlegri á þann augljósa hátt sem gagnaflutningurinn ber vitni um.

Vinsamlega sparið peningana ykkar frekar fyrir UMTS síma en GPRS, það er ódýrara fyrir alla.

bj0rn