Handfrjáls búnaður þrefaldar geislunina Þreföld geislun
Breska neytendatímaritið Which? lét rannsaka tvær gerðir af handfrjálsum búnaði, báðar algengar á breskum markaði, þar sem fjöldi fólks kaupir slíkan búnað einmitt í þeim tilgangi að draga úr geislunarhættunni frá farsímanum. Hlífar sem notaðar eru með GSM-símum í sama tilgangi voru einnig rannsakaðar. Hlífarnar reyndust gagnslausar en handfrjálsi búnaðurinn fékk þó enn verri útreið í niðurstöðunum. Hann reyndist nefnilega beinlínis leiða geislunina inn í höfuð farsímanotandans og í höfði tilraunabrúðunnar mældist þreföld sú geislun sem barst þangað inn þegar farsímanum var haldið upp að eyranu. Graeme Jacobs, ritstjóri Which?, hafði þetta að segja um niðurstöðurnar: Þeir sem hafa áhyggjur af geislun frá farsímum ættu ekki að treysta á handfrjálsan búnað. Þær tvær gerðir sem við reyndum þrefalda þá geislun sem heilinn verður fyrir, þótt við vitum að vísu enn ekki með vissu hvort þessi geislun er skaðleg. Hvað símhlífarnar varðar þá reyndust þær hlífar sem við skoðuðum alveg gagnslausar. Sá sem er að velta fyrir sér að kaupa slíka hlíf ætti að finna sér eitthvað annað að gera við peningana


þetta er gömul grein úr neitendablaðinu
bara langaði til að vekja athigli á þessu.
******************************************************************************************