PíS – ég þarf hjálp
Sá soldið ljóta auglýsingu í mogganum í morgun :-(leiðinlega græn), en það sem auglýst var, það finnst mér spennandi. Þeir Símamenn kalla þessa þjónustu PíS (Póstur í síma) og það er einhver hellingur af dóti í þessu en fyrir mig er það tölvpósturinn sem mér finnst spennandi. Fór inn á VIT síðuna til að prufa að setja þetta upp og tengdi vinnupóstinn minn við þetta, og viti menn, ég fór að fá SMS sem sögðu mér að ég ætti nýjan póst (það er á póstfanginu í vinnunni). Setti síðan upp WAPlinkinn og viti menn, þetta virkar hjá þeim því ég gat bæði skoðað nýja póstinn og barði mig líka í gegnum að skifa póst og senda frá WAPinu.

Svo kemur að því að ég þarf hjálp, það er ef þið getið hjálpað. Það er þetta með WAP á mínum Ericsson síma. Eftir að maður slær inn WAP slóðina (sem er löng :-( http://ps.vit.is/wap ), þá þarf að slá inn símanúmerið mitt (7 stafir þar) svo þarf að slá inn leyniorð (8 stafir þar) og svo fyrst kemst ég inn. Kunnið þið einhver trikk til að komast hjá að slá inn svona í hvert sinn sem maður tengist? Eru einhver minni sem hægt er að geima þetta í eða eitthvað svoleiðis?