Ég er viðskiptavinur hjá Landssímanum, er reyndar soldið óhress með hversu anskoti dýrt er að hringja í mig þegar ég er erlendis FYRIR MIG. Þarf að borga ansk ja rétt í kringum 40 krónur í flestum löndunum sem ég sá.

Þannig að í gær tók ég mig til og hringdi í Íslandssíma og eftir að hafa talað við þennan þjónustufulltrúa og vera á netinu í 5 mínótur ákvað ég að versla alls ekki við þá. Ætli að maður fái sér ekki frekar svona MINT kort þegar maður er erlendis eða eithvað.

En allavega ég hringi og spyr konuna, þar sem ég ferðast soldið mikið bæði erlendis og innanlands hvort þeir hafi ekki gott dreifikerfi innanlands og reikikerfi erlendis. Hún segir við mig að það séu bara örfáir punktar á landinu sem Íslandssími sé ekki með dreifikerfi, en þá myndi ég detta inná Landssímann og borga aðeins hærra gjald, en 17 krónur sagði hún, ég herði nú einhverstaðar 22. Og hún sagði að Íslandssími hefði eitt stærsta reikikerfi af öllum Íslenskum símafyrirtækjunum.

Svo ég henti mér á netið bara til að athuga hvort að þessar upplýsingar væru réttar hjá henni….

Þær voru það ekki. Reyndar var það satt að Íslandssími er með flesta samninganna við erlend símafyrirtæki, en á grein hér á huga, sá ég kvartanir undan því.

En dreifikerfi Íslandssíma nær ekki einu sinni yfir allt suðvesturhornið, og eithvað smá af eyjafirðinum. Svo ég hugsaði, vita ekki neitt um sitt eigið símafyrirtæki, og svo komst ég að því síðar, vegna þess að ég hafði spurt hana eruð þið bæði með 900 og 1800 Mhz símkerfi og hún svaraði játanadi að þau eru bara með 1800 Mhz símkerfi, en eins og ég skrifaði hér fyrir aðra grein er ég með Nokia 8890 þar sem ég ferðast soldið til Bandaríkanna.

Ástæðan fyrir því að ég sendi þessa grein er svo, til þess að spurja þessarar spurningar, hefur einhver af ykkur lent í svipuðu hjá þeim og hefur einhver reynslu frá þeim.

Ég held að jafnvel þótt að Landssíminn sé soldið dýr á vissa kanta, er hann með langbestu GSM þjónustuna a´landinu. Hvað finnst ykkur.