Þriðja kynslóð farsíma Eftirfarandi grein las ég á www.mbl.is :

Helsta farsímafyrirtæki í Japan, NTT DoCoMo, opnaði í gær fyrir notkun á svokallaðri þriðju kynslóð (3G) farsíma. Fyrst um sinn fá aðeins rúmlega 3.000 notendur síma til reynslu og mun þjónustan aðeins ná yfir Tokyo og nærsveitir höfuðborgarinnar.
Gangi reynsluútgáfa símanna að óskum hyggur DoCoMo á almenna markaðssetningu í haust. 3G-símar eru sagðir bjóða upp á hraða sítengingu við netið með öllu því sem það býður upp á, þar á meðal myndrænu efni í lit. Notendurnir 3.300, sem hafa verið varaðir við að vel geti leynst gallar í tölvukerfinu, eru hinir ánægðustu með símana sína. “Þetta er frábært, síminn er ótrúlega hraðvirkur,” segir Shintaro Yanagisawa, 24 ára notandi. Forseti DoCoMo, Keiji Tachikawa, er bjartsýnn. “Kerfið markar tímamót í farsímasamskiptum 21. aldarinnar,” segir hann

Það væri ágætt að eiga einn svona. En hvort maður ráði við verðið á honum … hvað skyldi þessi kosta ?!? Meira en 100.000 ?