Vodafone, sem er eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki í heimi, ætlar að senda frá sér sinn fyrsta GPRS-síma í þessari viku. Búið er að kynna nýja símann fyrir fulltrúum þeirra fyrirtækja sem tilheyra Vodafone-samsteypunni, en búist er við að hann komist í hendur almennings á næstu dögum.

Ástæða þess að Vodafone hefur ekki sent frá GPRS-síma fyrr er sú að fyrirtækið vildi tryggja að það hefði nægt framboð af símum þegar þeim væri ýtt úr vör. GPRS veitir farsímanotendum sítengingu við Netið og hraðari gagnaflutninga en gert er ráð fyrir að slíkir símar muni einnig búa yfir myndum og grafík í lit, að því er fram kemur á vefsíðu Financial Times.