Sauður með úreltan síma Ég hef átt Nokia 5110 í nokkur ár. 4-5 ár örugglega.. Og hann ætlar bara ekki að gefast upp!
Ég hef misst hann í götuna oft og mörgum sinnum, kastað honum í vegg, stundað djarfa loftfimleika með honum.. Kannski að ég sé ómeðvitað að reyna að koma greyinu fyrir kattarnef til að afsaka kaup á nýjum síma?
Það eina sem hefur látið undan er skjárinn, sem á það til að dofna, frjósa og ruglast. En það er bara karakter.

Á maður nokkuð að vera að spandera pening í nýjan síma? Þótt 5110 sé gamall og hreinlega anti-trendy, þá virkar hann alveg ágætlega. Engir drastískir gallar þrátt fyrir eins og kom fram hér að ofan, smá ‘karakter’.

Eru til fleiri sauðir en ég sem sætta sig við outdeitaða síma, eða er ég kannski bara ekkert að fylgjast með?