Ég ákvað að skoða úrvalið á heimasíðum Símafyrirtækjanna og ég komst að því að það er eiginlega ótrúlegt að þessi hátækni fyrirtæki skuli ekki leggja meiri metnað í heimasíðurnar sínar.
Fyrst skoðaði ég tal.is og komst að því að þessi heimasíða hefur nánast ekkert uppá að bjóða nema þá Mömmuna svokölluðu en inní henni getur maður t.d sent sér hringitón, logo og kort, jú og svo getur maður stillt ýmislegt sem maður vill láta minna sig á með SMS. Vefverslunin hjá Tali var ein sú lélegasta sem ég nokkurn tíma séð. Ekki er nú annað markvert að sjá á www.tal.is.
Næst fór ég á siminn.is og komst að því að þeir eru með frábæra vefverslun ásamt því að þar getur maður skoðað hjá sér reikningana og þar er allt hægt sem hægt er í þessari svokölluðu Mömmu. Semsagt siminn.is er frábærlega gerð síða og margt hægt að gera þar.
Þriðja og síðasta síðan er islandssimi.is þar fannst mér allt eitthvað svo flókið og eru þeir hjá Íslandssíma með svo mörgt vefföng 3g.is og rautt.is. Mér finnst síðan að flestu leiti góð og stóðst alveg þessa svokölluðu Mömmu, vefverslun var ekki kominn upp en er víst á leiðinni, en því miður þá er allt svo ruglingslegt hjá þeim á síðunni að mér finnst.
Í heildina litið held ég að ég verði að segja að www.siminn.is sé besti vefurinn en www.tal.is sá lang versti. Íslandssími er nýbyrjaður og þess vegna er ég ekki að refs þeim mikið fyrir síðuna sína enda held ég að þeir eigi eflaust eftir að breyta sinni síðu fljótlega. Ég held að Tal þurfi tvímælalaust að taka sig á með vefinn sinn. Hvað finnst ykkur ?