Ef þig vantar flottar símsvarakveðjur þá eru hér nokkrar hugmyndir

- “Lestu inn hlljóðmerkið á eftir skilaboðunum.”

- Segðu mjög hægt “Það er eitthvað að símanum… það heyrist svo hægt í honum.”

- Þetta verður að vera með svona útvarpsrödd:“Til hamingju… þú ert komin í samband við hlustendaverðlaun bylgjunnar… lestu inn nafn og símanúmer.”

- Gott eða hallærislegt lag getur verið gott sem kveðja.

- Talaðu eins og þú hafir svarað. T.d. “Hæ (bið) Já já (bið) ókey gerum það, bæbæ.”

- Fáðu einhvern annan en þig til að lesa inn eins og þetta sé hjá einhverju fyrirtæki. T.d. “Góðan dag, þetta er símsvari sambands fallegafólksins, því miður eru allar rásir uppteknar eða þú einfaldlega of ljót manneskj. Við höfum samband ef við höfum áhuga.”

-halló(glöð rödd) halló? hættu að gera símaat maður…halló? svaraðu …ohh bæj(fúl rödd)