Nokia að koma með GPRS síma, Loksins ! Nú er Nokia að koma með á markað Nokia 6310 og Nokia 8310 sem munu innihalda GPRS tæknina ásamt fleiru. Þetta er náttúrulega alveg frábært, sérstaklega þar sem það hefur vantað fleiri GPRS síma á markaðinn til þess að GPRS nái nú að festa sig í sessi hjá Íslendingum. Ég er meira að segja farinn að halda að það sé nánast enginn með GPRS í notkun núna, allavega þekki ég fáa. Ég hef notað GPRS í töluverðan tíma og er að nota 3-1 kerfið en þeir sem ekki skilja þá þýðir 3-1 að síminn notar þrjú timeslot í download enn aðeins eitt í upload. semsagt þrefaldur hraði í download en aðeins einfaldur hraði í upload. Í 3-1 kerfinu er Download um 28 kbps en Upload um 9 kbps. Ég tek það fram að ég er hjá Tal í viðskiptum með minn síma en Tal er eina fyrirtækið sem er farið að bjóða uppá GPRS af einhverju viti og það virkar líka hjá Tal, hjá Íslandssíma virkar GPRS bara ekki neitt. Gaman væri að vta hvort einhverjir hér eru að nota GPRS og gætu gefið skoðun sína á því ?