Í byrjun vikunnar var SMS kerfi Símans GSM uppfært ásamt því að verð á SMS í GSM FRELSI lækkaði úr 15 krónum í 9 krónur og um leið hætti sú þjónusta að 3 fyrstu SMS á hverjum sólarhring væru frí í FRELSI en þrátt fyrir þá breytingu þýðir þetta sparnað fyrir þá sem senda 7 eða fleiri SMS á sólarhring, en það eru sennilega allflestir ef ekki allir sem senda SMS á annað borð, jafnframt varð sú nýbreytni á í GSM FRELSI að nú er tekið af inneigninni í hvert skipti sem sent er SMS sem þýðir að búið er að koma a.m.k. nokkurn veginn í veg fyrir að hægt sé að fara í skuld á Frelsinu, nema þá að eitthvað bili, samafara þessum breytingum kom upp smávægileg bilun sem lýsir sér þannig að ekki er hægt að senda SMS á þau númer sem eru innistæðulaus.

En ég hafði samband við þjónustuver SÍMANS og var þar upplýstur um það að sú bilun verður því miður ekki lagfærði fyrr en á mánudag….

Mig langaði að vekja athygli ykkar á þessu þar sem svo virðist vera að sumt fólk átti sig ekki á að hringja í þjónustuverið ef einhver vandamál koma upp