Þið munið öll eftir mér síðan ég skrifaði hina geysivinsæli rein “ofurupptökumyndavélasímar” eitthvað í þá áttina :P… Nei þetta var djók..

Ef þið hafið lesið greinina þá skrifa ég að ég muni líklega fá síma í jólagjöf, og núna eru jólin búin! ‘óskin’ rættist og á þorláksmessukvöld fór mamma með mig niður í Símann og ætlaði að láta mig velja á milli tveggja einstaklega flottra síma! Það var Sony Ericsson T630 og Nokia 3220. Ég ætlaði að velja Nokia, þar til að ég sá verðið! Nokia síminn kostaði 18.980 krónur, en Eriksson var aðeins á 12.980. En hann var víst á tilboði og átti að kosta um 16.000. krónur!

Þannig var það, ég valdi Eriksson, er sátt við það allaveganna núna! Aðal málið við hinn var að ég gat skipt um front, stillt hann á íslensku og hann var með meiri upplausn.

En eins og í greininni minni sem ég nefndi hérna fyrir ofan þá gef ég það í skyn að ég þurfi ekki myndavél. Eriksson síminn er með myndavél, bara ósköp lékegri :D…

En þið hefðuð átt að sjá mig, sat yfir þessum ótrúlega síma, skoðaði hann og þegar ég sá eitthvað nýtt tók ég andköf - eins og t.d. leikirnir! Þeir eru flottir!! Og líka sms-in… :D…

Er ekki gaman að vera 14 ára og fá sinn fyrsta síma :D:D:D? Og það skemmtilega er að maður eyddi engum peningum í að kaupa síma á sama tíma og vinkonur sínar, sem keyptu sér alltaf nýrri og nýrri síma. Og núna á ég síma sem kannski flestar hafa ekki efni á að kaupa sér!? Þetta finnst mér persónulega drep fyndið :D HOHOHO!

Það sem mér finnst einnig flott var að ég gat valið um að fá 70 mín.3 eða 500 króna inneign í 6 mánuði…! Má ég spyrja hvað þið völduð/hefðuð valið :D??
Ég valdi inneignina ;)!