Casio, Siemens og aðrir GSM síma framleiðendur eru byrjaðir að prófa frumtýpur af símum sem nota nýjar leiðir til að veita tækjunum orku. Leiðirnar eru þróaðar í tæknideildinni í Fraunhofer háskólanum en hann er svar Þýskalands við hinum mikla MIT í Bandaríkjunum.
Ætla þeir að reyna að taka þessi hefðbundnu batterý úr umferð og nota þess í stað batterý sem eru minni útgáfa af vetnis týpum sem notuð eruð í rafmagnsbílum. Mjög öflug sólarsella er svo líka í því til þess að hlaða hin. Fram að þessu hefur þessi blanda reynst of stór til að nota í svona litlum tækjum og hafa ennfremur verið allt of dýrar til þess að selja á almenningsmarkaði.
Búist er við að í næstu viku verði Casio tæki, búið þessari tækni, kynnt og sýnt. Í loki þessu mun vera þessi nýja rafhlaða sem verður í loki tækisins. Þetta gerir þörfina fyrir hvers konar hleðslutæki algjörlega úrelta. “Aðalmálið er,” sagði Christopher Heblin, höfuð deildarinnar sem sér um þróunina á tækninni, “að þessi tækni virkar undir meira að segja minnstu og verstu ljósaðstæðum. Á venjulegri skrifstofu eru einungis um 3 prósent af sólarljósi. Það besta er að tæknin virkar alveg niður við 1 prósent og þá helst tækið í gangi.”
Ekki er vitað hvenær þessi tækni kemst í gagnið en ef allt gengur eftir komum við ekki til með að hlaða símana okkar, ferðatölvurnar, Palminn, Mini-Disk spilarann eða MP3 spilarann. Snilld!
———————————————–