Ég hef verið að taka eftir þessu undanfarið að það er allatf einhver auglýsing sem auglýsir “Rautt” í sjónvarpinu (á öllum stöðvum) og segir að það sé frítt SMS til 1. júní eða eitthvað.
Ég skellti mér á heimasíðuna þeirra núna um daginn og var að skoða hvað þetta væri, hverjir væru að reka þetta og hvernig öðrum notendum fyndist þetta. Ég komst að því að Íslandssími er með “Rautt” á þessari ágætu heimasíðu sem létt er að finna hlutina og allt er alveg sæmilega aðgengilegt. Svo þegar ég var búinn að skoða þetta í nokkurn tíma og var farið að lítast mjög vel á þá kom böggið.

Rautt VIRKAR EKKI í “gamla” síma svo sem: 5110 og 6110.

Mér gæti ekki verið meira sama um hvernig gemmsa ég sem er 5110, sem hefur, að ég best veit, þótt endingamesti síminn frá Nokia. Ég hef átt hann í c.a. 2 ár og hann er alltaf að detta af svölunum hjá mér á gangstéttina, ofan í klósettið einu sinni, í baðið o.s.frv.

Mér finnst andskoti skítt af Íslandssíma að taka heldur ekki fram að þetta virki ekki í þessa síma. Hér er einn óánægður notandi að tjá sig á síðunni þeirra:

“Vá hvað það er asnalegt að manni sé ekki sagt að þetta virki ekki i 5110 nuna er eg buin að eyða 2000 kalli í ekki neitt, eins getað hent honum!!!”

Þetta svar fær hann frá Rautt:

“Þeir sem eru með Nokia 5110 ættu að hugsa um að fá sér nýja síma…. Live in the now bitch…… ”

og

“hvað er fólk að væla yfir því að þetta virki ekki í þessum símum … þetta eru eldgamlir símar … welcome to the 21. C ”

Ég hef bara eitt að segja við þessa hálfvita á Rautt:

fariðírassgat


-mystic-
nossinyer // caid