Það er eitt vandamál sem ég vil koma á framfæri, ég veit ekki hvort þetta eru einhver álög á mér eða hvað… En þannig er að ég nota SMS mikið (eila alltof mikið, kostar svo mikið). En það er eitthvað klikk í gangi á milli Símans og Tals því að ég fæ mjög oft og nánast undantekningarlaust öll SMSin langt eftir að þau eru send, og þá er ég að tala um nokkra daga, allt uppí viku! (Ég er hjá Símanum og hinir aðilarnir hjá TAL) Og það var bara t.d. síðast í gær sem ég fékk eitthvað um 10 gömul SMS… þetta er búið að vera svona allt þetta ár… þetta er ekki eðlilegt og er alveg óþolandi…

Hefur einhver annar lennt í þessu??