er n-gage síminn frá nokia klúður?? jæja nú var ég að rekast á grein um sölu á n-gage þar sem amerískar keðjur segast einungis selt 5000 eintök og í bretlandi einungis 800 stykki fyrstu vikurnar sem síminn er í sölu, og þetta þrátt fyrir að nokia segist hafa selt 400.000. eintök af þessum síma, sennilega er útskýringarinnar að leita í því að nokia telur upp alla þá síma sem þeir hafa sent í verslanir frekar en þau eintök sem í raun og veru eru seld í dag, það er enn of snemmt að segja að síminn sé klúður, þar sem jólin nálgast og gæti sú vertíð bjargað þeim frá algjöru met klúðri, en nokia ætti ekki að vera of bjartsýnir á það.