Jæja núna kemur að því að maður ætlar að fara fá sér gemsa og ég ætlaði að gá hvort ég fengi hjálp hjá öðrum.

Ég hef verið að pæla mikið í Nokia símum eins og Nokia 3310 hann er ódýr, fínt léttur og með nóg af plássi fyrir símanúmer.

Svo eru gemsar með myndavél. Ég hef ekki prófað þetta MMS dæmi en það má alveg segja mér hver er svona léttasti, ódýrasti og flottasti síminn af myndavélasímunum.

Vinur minn að Nokia 3510 hann er ekki með litaskjá en samt góður með fínar hringingar og valmöguleika. Svo kemur Nokia 3510i ég held að hann sé með aðeins fleyri hringitóna en venjulegi 3510 síminn.

Þetta er bara svona nett val milli síma sem mér finnst flottir.

Ef einhver hefur athugasemdir um val mitt svaraðu þá greininni eða sendu mér skilaboð. Og ef einhverjir mæla með öðrum ódýrari og betri síma.

kv. djgmo (Gummi)