Stutt bað símans míns! Fyrir svona mánuði, þá var ég í heitapotti hjá bestu vinkonu minni, og síminn minn lá á grillinu.
Svo óheppilega vildi þá til, að ein lítil manneskja (sem við nefnum ekki á nafn) tók símann minn og henti honum í pottinn.
Reyndar, þá sat ég bara í pottinum og það kom eitthvað fljúgandi í pottinn og allt í einu var það komið uppúr! Ég sá ekki hvað það var fyrr en vinkona mín síndi mér að það var síminn minn. Ég tók hann í sundur og þurkaði hann allan og lét hann bara vera í 1 sólahring.
Þegar ég setti hann svo saman, þá sást fyrst ekkert á skjánum svo ég slökkti bara á honum aftur. Svo þegar ég kveikti aftur á honum, þá var kominn smá litur svo ég bara hélt áfram að hafa slökkt á honum.
Svo þegar ég kveikti á honum og allur liturinn var kominn, þá byrjaði hann allt í einu að hlaða sig þó hann væri ekki í sambandi! Svo alltaf þegar ég kveiki á honum eða er búin að tala í símann byrjar hann að hlaða sig!

Ég held að ég sé samt heppin að hann eiðilagðist ekki alveg!