mikið fannst mér gott að lesa um úrskurð samkeppnisráðs þess efnis að OgVodafone hafi það mikla markaðshlutdeild á gsm markaði að þess gerist ekki þörf að vernda fyrirtækið með hömlum á Landssímanum, nú loksins fá neytandur raunverulega verðsamkeppni á þessum markaði, þetta er dagur sem ég hef beðið lengi. Og núna reikna ég með því að Landssíminn verðlauni þá sem sýndu fyrirtækinu tryggð og skiptu aldrei yfir. Eða ég vona það að minnsta kosti. Og hvernig má reikna með að OgVodafone bregðist við þeirri samkeppni?? ég veit það ekki, það er erfitt að segja til um það en þetta fyrirtæki hefur ekki fjárhagslega burði til að lækka verðin sín mikið, en það hefur Landssíminn. En það verður fróðlegt að sjá.