Og Vodafone??? Nú er loksins komið að því, Tal, Íslandssími og Halló hafa sameinast en það er einn galli. Þetta er búið að fá eitt það ljótasta nafn sem hægt er að hugsa sér að mínu mati og að mati margra annarra líka. Þetta hljómar kannski vel í útlöndum en ekki hérna á Íslandi.

Það er verið að meina að OG sé samtenging og passi þess vegna vel inn í nafnið vegna þess að fyrirtækið tengir saman fólk eins og OG tengir saman setningar, hræðileg hugmynd að mínu mati, miklu frekar að koma með eitthvað fersklegra ekki eitthvað sem kemur spánskt fyrir sjónir. Það er aldrei að vita að þeir geri þetta spánskt fyrir sjónir viljandi uppá markaðsetningu, fólk pælir mikið í svona ljótu nafni og fær þar af leiðandi nafnið á heilann. Það er örugglega ekkert fyrir þjóðernissinna að ganga í farsímafélag sem gengur að hluta til undir útlensku nafni og íslenskri samtengingu. Þeir myndu miklu frekar fara í Símann sem hljómar mun íslenskara.

Heimasíðan þeirr er í algeru rugli, en það er sjálfsagt eðlilegt þar sem þetta er nýkomið upp.

Samt er verið að reyna að höfða til unga fólksins, mikill meiri hluti ungs fólks er í Og Vodafone en eldra fólkið er hins vegar meira í Símanum. Ef þróunin heldur svona áfram þá á Vodafone eftir að eignast markaðinn það sem unga fólkið verður gamalt en samt í Vodafone. En hitt sem var hjá Símanum deyr.