Nú er loksins komið að því að svíarnir ætla að senda frá sér enn eitt meistaraverkið!Þennan snilldarsíma á víst að kalla Neonode.
Í þessum flotta síma verður nefnilega innbyggð myndavél, MP3 spilari og snertiskjár í lit þar sem stýrihnapparnir liggja undir skjánum. Í tækinu er svo 96 megariða örgjörvi og vinnsluminnið er 16 MB. Auk þess er svo hægt að fá 64 MB minniskort. Svo þegar rafhlaðan er full endist hún í fjóra tíma í tali en 250 klst. í bið…

Ég játa alveg að hann er líkur Nokia 3650 en það sem slær Nokia út er MP3 spilarinn og snerti skjárinn… þannig að þegar þessi kemur í búðir mæli ég frekar með honum… :)

Ég sá þennan síma í Lifandi Vísindi þannig að ef þið viljið sjá mynd af undrinu, náið ykkur þá í tlb. nr.5/2003