Jæja kæru áhugamenn um farsíma hér á huga. Eins og flest okkar ættu að vita geisar núna stríð í Írak, þar sem Bandaríkjamenn og Bretar takast á við Íraka, eða réttara sagt hersveitir Íraka hliðhollar Saddam Hussein. Ég ætla nú ekki að fara í þetta stríð frekar, enda myndi það ekki passa hér á farsímaáhugamálið á Huga. Nei, þess í stað ætla ég að tala um hlut sem er strax kominn í umræðuna úti í BNA, þ.e.a.s. hverskonar farsímakerfi eigi að koma upp í Írak eftir að Bandaríkjamenn hafa náð völdum í landinu (yeah, þessi lína ætti að segja hvað mér finnst um stríðið..)

Flest okkar höfðum við ekki hugmynd um að í raun eru til mun fleiri farsímakerfi heldur en GSM kerfið sem við öll könnust við. Ég ætla nú ekki að fara í þau öll, en eitt þeirra er CDMA, Bandarískt farsímakerfi.

Grunnurinn af CDMA var þróaður í Bandaríkunum (héðan í frá kallað BNA) í seinna stríði af nokkrum vísindamönnum þar. Með þessu kerfi átti að vera hægt að stýra neðansjávarsprengjum með margtíðna útvarpsbylgjum, þ.e.a.s. mörgum tíðnum, BNA herinn notaðist þó ekki við þessa tækni en skráði það að hún gæti ekki verið notuð þar sem hún væri ekki nægilega þróuð og var því hugmyndin lögð á hilluna. Árið 1957 var aftur litið á þessa hugmynd og þróað frekar, árið 1962 var þessi tækni notuð til þess að flytja skilaboð frá Bandaríkjunum í einni af hinum mörgu Kúbudeilum (þarna um sprengjuflaugar).

Á níunda áratugnum var þessi tækni svo gerð almenn, og síðan þá hófst þróun á CDMA tækninni fyrir farsíma.

Með CDMA, sem byggist á víð víðu tíðnisviði virkar þannig að mörg samtöl eru sett í digital form og með því er eins og kóði sem er sérstakur fyrir hvern sendanda og móttakanda. Svo er merkin (signölin) brotin niður í bita og sett \“saman\” aftur af móttakandanum. Herinn sýndi CDMA áhuga vegna þess að það eru billjónir leiða til að setja skilaboðin saman aftur og því mjög flókið að njósna um skilaboðin.

Þegar tæknin varð gerð opinber keypti fyrirtæki staðsett í BNA einkarétt á tækninni. Þetta fyrirtæki kallast Qualcomm. CDMA tækninn þótti áhugaverð vegna þess að með henni er hægt að hafa í gangi mörg samtöl á sama tíma þar sem hver pakki er merktur móttakandanum. CDMA var ekki prufað opinberlega fyrr enn 1991 og fyrst gert almennt árið 1995 í Hong Kong. Um 90 milljónir manna eiga núna CDMA síma í heiminum.

<b>Það sem CDMA hefur framyfir GSM</b>:
->Meira öryggi
->Mörg samtöl á sama tíma
->Þolir meira álag; þjónustuaðlar geta því haft fleiri áskrifendur
->Minni símar
->Hver sendir nær yfir stærra svæði, hentar vel í sveitum

<b>Og það sem það hefur ekki framyfir..</b>:
->Færri villur þekktar þar sem tæknin er lokuð
->CDMA er nýlegt, og kerfið er því ekki jafn þróað og GSM kerfið
->Bara nothæft á örfáum stöðum

Við hér á Íslandi og í raunni á flestum stöðum í heiminum notum aftur á móti hina evrópsku GSM tækni sem var þróuð í Frakklandi.

<b>Þar sem GSM hefur framyfir CDMA</b>:
->Skráðir notendur á GSM kerfinu eru taldir vera um 450 milljón (CDMA um 90 milljónir)
->Fólk getur notað GSM síma næstum því hvar sem er í heiminum
->GSM er búið að vera í almennri notkun síðan um miðbik níunda áratugsins. Kerfin eru því öruggari og með staðalinn býður upp á mun fleiri möguleika.
->Þar sem GSM hefur verið svona lengi í þróun eru verkfræðingar á fremstu línu þegar það kemur að nýjum möguleikum
->Möguleikinn á svokölluðum smart kortum. Með þeim er boðið upp á örugga gagnadulkóðun

Það er því staðreynd að GSM tæknin er enn sem komið er mun þróaðri og dreifari. En ástæðan fyrir því að ég skrifa um Írak er einföld. Verið er að leggja frumvarp í gegnum þingið í BNA sem fellst í því að gefa Qualcomm rétt á því að koma upp CDMA kerfið í Írak þegar stríðinu líkur. Ástæðan er sú að GSM tæknin er frönsk og það hentar ekki að setja upp kerfi sem myndi valda því að seldir yrðu GSM símar til Íraks, en mikið af þeim eru jú framleiddir í Frakklandi (Alcatel), Þýskalandi (Siemens) og á norðurlöndunum (t.d. Nokia). Spurning er sú hvort að þetta henti íbúum Íraks mjög vel þar sem staðreyndin er sú að öll nágrannaríki Íraks eru með GSM kerfi. Í rauninni er þetta ekki spurning, þar sem símar Íraka yrðu ekki nothæfir nema í Írak, Hong Kong og í BNA. Sumir vilja líta á þetta sem staðreynd þess að Bandaríkin eru ekki í þessu stríði fyrir Íröksu þjóðinni heldur mun frekar fyrir Bandarísk fyrirtæki, ég ætla ekki að vera dómari um það.

Ég spyr þig lesandi góður, hvort finnst þér meira vit í, á að koma upp GSM kerfi í Írak eða CDMA. Reyndar verð ég að segja að það er áhugavert að þetta er komið upp í umræðuna, en ekki eru lögð frumvörp fyrir þingið sem fjalla um mataraðstoð..o well.

Óma
Reason is immortal, all else mortal.